Í Gracie Jiu-Jitsu eru eftirfarandi belti í réttri röð. Hvítt og Combatives, blátt, fjólublátt, brúnt og svart. Á hverju belti eru gráður, oft kallaðar strípur. Á hvítu og lituðu beltin eru settar 4 strípur áður en næsta belti er veitt.

belti

Lágmarkskröfur til belta eru eftirfarandi:

Hvítt
Sá sem byrjar að æfa er með hvítt belti.
20 æfingar fyrir hverja strípu.

Combatives belti
Nemendur gangast undir próf í Gracie Combatives og fá hvítt belti með blárri rönd.

Blátt
Hafa öðlast Combatives belti og æft í 6 mánuði að því loknu.
Tilheyrandi glímugeta.

Fjólublátt
600 æfingar og 5 ár.
Tilheyrandi tæknileg kunnátta.
Tilheyrandi glímugeta. Mikil krafa um fléttur í glímu.
Próf inniheldur sýningu á brögðum auk glímu með mótspyrnu.

Brúnt
1100 æfingar og 8 ár.
Kunnátta á 75 brögðum skv. kennsluskrá.
Tilheyrandi glímugeta.
Próf inniheldur sýningu á allri sjálfsvarnartækninni án vopna auk glímu með mótspyrnu.

Svart
1600 æfingar og 10 ár.
Kunnátta á kennsluskrá (öll sjálfsvarnarbrögð og öll vopnabrögð)
Tilheyrandi glímugeta og færni til að framkvæma alla kennsluskrá óaðfinnanlega.
Próf inniheldur sýningu á allri sjálfsvarnartækninni auk vopna og glímu með mótspyrnu.

 

Aðrar upplýsingar um belti:

Ofangreindar kröfur eru lágmarkskröfur og er beltum sjaldnast náð á lágmarkstíma. Svart belti tekur algengast um 10-15 ár.

Iðkendur undir 16 ára aldri eru með hvítt, gult, appelsínugult og grænt.

Svart belti öðlast gráður á einhverra ára fresti og breytist 7. gráðu svart belti í Coral belti sem er svart og rautt en við 9. gráðu í rautt.