Á æfingum notum við ákveðinn búnað og fatnað. Það er nánar útlistað á stundatöflu hvaða fatnaður er notaður í hvaða kennslustund. Byrjendur þurfa bara búning og belti. Lengra komnir þurfa meiri búnað. Hér að neðan má sjá það helsta en auk þessa er mikið úrval af fatnaði og búnaði. Hafið samband við yfirþjálfara til að fá upplýsingar, kaupa fatnað eða gera sérpöntun.

Fyrir byrjendatíma, Gracie Combatives, þarf eftirfarandi búnað:

Æfingabúningur/Gi (Eingöngu hvítur BJJ búningur) og belti.

750-750-5B509DD6D28F501587CF7D482E3F8A01750-750-FF12F07DF03A4119EC7726AE15670BCC

Heimilt er að nota alla búninga frá Gracie Academy og Pedro Sauer. Auk þess alla hefðbundna hvíta BJJ búninga. Yfirþjálfari veitir aðstoð ef fólk ætlar að panta sér slíka búninga á netinu. Gæta þarf að velja rétta stærð, tegund og lit. Til að gæta hreinlætis skulu allir búningar þvegnir í þvottavél á 60°C eftir hverja æfingu án undantekninga.

Fyrir framhaldstíma, Master Cycle, þarf eftirfarandi búnað til viðbótar:

Gómur

750-750-D118B9CF55047578E68EFA18DA502202750-750-BEF18A1AFB661F84039AC15E9795C99C

Rash guard.

750-750-EBDFFD9E43E5616A63829705D9B06EA2750-750-5A5AC9FDDD59A4BC5292BD5D0D1FFC4D

Stuttbuxur.

750-750-45875E48DC4AEFA13655FFBF77734B1D750-750-331276261E227FE3C10F86642EA59433

Spats.

750-750-DB726AAE3A38CA1DA6D5C29D60AF7C03

Grappling hanska (Eingöngu þessa tegund)

750-750-F23A53893B234E2CC0B7E09621E47D2C750-750-4B1D7ACEB3B007FC10752B259E1D6EE3

Ýmsar aðrar vörur eru í boði í miklu úrvali:

750-750-8F5482283DD9EB7DF813CD2F9B3D8D10750-750-8FF08579FD40DC27B183303ECE3FC062

750-750-830F5294B73D18656444BCC0EA5199A8.png750-750-EAA5A2F0BA1CF7ED68D404814867997F.png750-750-5449090FC9666B78F6C075F7047C953F

750-750-C9494C1C23B7079ABA2CBEE087AC9F4F750-750-9F9A53A3B0CF84A9F4285F1A722496C5

Mun meira úrval er í boði í Gracie Academy Store. Þess ber að gæta að gjaldeyriskaup, flutningur og virðisaukaskattur bætast við verð í verslun erlendis. Það er því alla jafna ódýrara og einfaldara að panta hjá okkur. Við sjáum um að panta það sem ekki er til, það kemur fljótt til landsins og við afhendum þér vöruna á næstu æfingu. Félagar í Gracie Iceland fá afsláttarverð.  Yfirþjálfari veitir aðtoð/upplýsingar varðandi vörur.