Gracie Jiu-Jitsu, einnig þekkt sem Brazilian Jiu-Jitsu (BJJ) er orðið vel þekkt í heiminum í dag. Sérstaklega meðal þeirra sem æfa bardagaíþróttir eða fylgjast með þeim. Þá er helst að nefna hversu mikilvægur þáttur Jiu-Jitsu er þeim sem keppa í UFC.

UFC1

Íþróttin Gracie Jiu-Jitsu kom fyrst fram á sjónarsvið um allan heim þegar keppnin UFC 1 (Ultimate Fighting Championship) fór fram. Þá var tilgangur keppninnar að komast að því hvaða bardagaíþrótt væri best. Það var Royce Gracie sem var minni en allir aðrir keppendur en sigraði þá hvern á fætur öðrum, án þess að kýla eða sparka, og notaði hann uppgjafartök til að sigra andstæðinga sína.

UFCwin

Gracie Jiu-Jitsu var hannað til þess að lítill einstaklingur gæti varist árás frá stærri og sterkari einstakling með tækni og vogarafli fremur en líkamlegum styrk eða atgerfi.

Í dag er íþróttin þekkt sem ómissandi aðferðafræði sem er notuð í blönduðum bardagalistum, sem sportmiðað BJJ og sem sjálfsvarnarmiðað Gracie Jiu-Jitsu. Gracie Jiu-Jitsu er notað af löggæslufólki um allan heim vegna þess hvað það er öflug sjálfsvörn, valdbeiting og hversu auðvelt er að sýna mannúð og varast það að nota högg.

Æfingarnar skiptast niður í Gracie Combatives fyrir byrjendur og Master Cycle fyrir lengra komna.

Gracie Jiu-Jitsu – Alvöru sjálfsvörn fyrir alla!

logo-gracie-combatives-2